Ef við upplifum fagnaðarerindið sem góðar fréttir þá getum við ekki þagað yfir því. Biblían segir: 2Kon 7:9 Því næst sögðu þeir hver við annan: Þetta er ekki rétt gjört af oss. Þessi dagur er dagur fagnaðartíðinda. En ef vér þegjum og bíðum þangað til í býti á morgun, þá mun það oss í koll koma. Vér skulum því fara og flytja tíðindin í konungshöllina.
Boð Jesú knýr okkur til að vitna. Biblían segir: Mt 28:18-20 Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.
Kristinir menn nútímans eru ekki sjónarvottar en trú þeirra ber vitni um mátt Krists í lífi þeirra í dag. Biblían segir: P 1:8 En þér munuð öðlast kraft, er Heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.