Home / Biblíuefni / Hvíldardagur

Hvíldardagur

Hver setti hvíldardaginn og hvenær? Biblían segir: 1M 2:2 „Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu, er hann hafði gjört, og hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört.“

Hver er ástæðan fyrir því að halda hvíldardaginn heilagan? Hann er minnisvarði sköpunarinnar. Biblían segir: 2M 20:11 „ því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.“

Fyrir hvern sagði Jesús að hvíldardagurinn væri gerður? Biblían segir: Mk 2:27 „Og hann sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.“

Hvers krefst fjórða boðorðið? Biblían segir: 2M 20:8-10 „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna,“

Hvað hefur Guð sett sem sambandstákn milli sín og fólks síns? Biblían segir: Esk 20:20 „Og haldið helga hvíldardaga mína, og séu þeir sambandstákn milli mín og yðar, til þess að menn viðurkenni, að ég er Drottinn, Guð yðar.“

Hvíldardagurinn er líka merki um helgun. Biblían segir: Esk 20:12 „Ég gaf þeim og hvíldardaga mína, að þeir væru sambandstákn milli mín og þeirra, til þess að menn skyldu viðurkenna, að ég, Drottinn, er sá, sem helgar þá.“

Hve oft munu hinir frelsuðu lofa Drottin á nýju jörðinni? Biblían segir: Jes 66:22-23 „Já, eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti segir Drottinn eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal allt hold koma til þess að falla fram fyrir mér segir Drottinn.“

Hélt Kristur hvíldardaginn meðan hann var hér á jörðunni? Biblían segir: Lúk 4:16 „Hann kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa.“

Hvaða dagur er næst á undan fyrsta degi vikunnar? Biblían segir: Matt 28:1 „Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina.“

Hvaða dag héldu konurnar heilagan, þær sem fylgdu Jesú eftir upprisuna? Biblían segir: Lk 23:56 „Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.“

Hvaða dagur vikunnar er hvíldardagur samkvæmt boðorðinu? Biblían segir: 2M 20:10 „...Sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum.“

Hver var venja Páls á hvíldardögum? Biblían segir: P 17:2 „Eftir venju sinni gekk Páll inn til þeirra, og þrjá hvíldardaga ræddi hann við þá og lagði út af ritningunum,“

Hvað sagði Kristur um lögmál Guðs en hvíldardagsboðorðið er hluti þess? Biblían segir: Mt 5:17-19 „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.“

Hvað kallar Kristur þá tilbeiðslu sem er ekki í samræmi við boðorð Guðs? Biblían segir: Mt 15:9 „Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar.“

Hvað er það sem einkennir fólk Guðs á tíma endalokanna? Biblían segir: Opb 14:12 „Hér reynir á þolgæði hinna heilögu, þeirra er varðveita boð Guðs og trúna á Jesú.“