Home / Biblíuefni / Streita

Streita

Bænin hjálpar við að slaka á streitu. Biblían segir: Sl 62:2-3 „Bíð róleg eftir Guði, sála mín, frá honum kemur hjálpræði mitt. Hann einn er klettur minn og hjálpræði, háborg mín ég verð eigi valtur á fótum.“

Óumflýjanleg streita getur hjálpað okkur að vaxa í trú og þroskast andlega. Biblían segir: Rm 5:3-4 „Vér fögnum líka í þrengingunum, með því að vér vitum, að þrengingin veitir þolgæði, en þolgæðið fullreynd, en fullreyndin von.“

Utanaðkomandi streita þarf ekki að valda innri streitu. Biblían segir: Fl 4:6 „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“

Á erfiðleikatímum öðlumst við frið með því að hugsa um Drottin. Biblían segir: Jes 26:3 „Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig. “