Home / Biblíuefni / Arfleið/Arfur

Arfleið/Arfur

Andlega arfleið okkar þurfum við að veita áfram til niðja okkar. Biblían segir: Jes 38:19 „En sá einn lofar þig, sem lifir, eins og ég í dag. Feður kunngjöra börnum sínum trúfesti þína.“

Kristnir eiga máttuga trúararfleið. Biblían segir: Heb 12:1-2 „Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.“

Okkur ber að kenna börnum rétt og mikilvæg gildi. Biblían segir: 5M 6:5-7 „Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum. Þessi orð, sem ég legg fyrir þig í dag, skulu vera þér hugföst. Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum og tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur.“