Home / Biblíuefni / Atvinna

Atvinna

Starfsmenn eiga að vinna eins og Guð væri yfirmaður þeirra. Biblían segir: Ef 6:7-8 „Veitið þjónustu yðar af fúsu geði, eins og Drottinn ætti í hlut og ekki menn. Þér vitið og sjálfir, að sérhver mun fá aftur af Drottni það góða, sem hann gjörir, hvort sem hann er þræll eða frjáls maður.“

Það þarf að vera hægt að treysta starfsfólki. Biblían segir: Ok 25:13 „Eins og snjósvali um uppskerutímann, svo er áreiðanlegur sendimaður þeim er sendir hann, því að hann hressir sál húsbónda síns.“

Hinir kristnu ættu að vera þekktir fyrir að gera sitt besta. Biblían segir: Tt 2:9-10 „Áminn þræla, að þeir séu undirgefnir húsbændum sínum og í öllu geðþekkir, ekki svörulir, ekki hnuplsamir, heldur skulu þeir auðsýna hvers konar góða trúmennsku, til þess að þeir prýði kenningu Guðs frelsara vors í öllum greinum.“

Skiptir máli hver viðhorf starfsmanna eru til vinnunnar ? Biblían segir: Kól 3:23 „Hvað sem þér gjörið, þá vinnið af heilum huga, eins og Drottinn ætti í hlut, en ekki menn.“

Það fer ekki framhjá Guði ef vinnuveitandi arðrænir starfsfólk. Biblían segir: Jk 5:4 „Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna.“

Sá sem ekki vinnur til að sjá fyrir fjölskyldu sinni afneitar trúnni. Biblían segir: 1Tm 5:8 „En ef einhver sér eigi fyrir sínum, sérstaklega heimilismönnum, þá hefur hann afneitað trúnni og er verri en vantrúaður.“